Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. janúar 2023 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Zaniolo bað um félagsskipti - Reyndi að kaupa Kim
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Jose Mourinho, þjálfari AS Roma, svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir stórleikinn gegn Napoli sem fer fram annað kvöld.


Hann ræddi um Kim Min-jae, gífurlega öflugan miðvörð sem Napoli keypti síðasta sumar, og Nicoló Zaniolo sem hafnaði tækifærinu að ganga til liðs við Bournemouth á dögunum.

„Ég vildi kaupa Kim þegar ég var hjá Tottenham. Ég ræddi við hann í gegnum FaceTime og félagið bauð 5 milljónir evra fyrir hann. Fenerbahce vildi 10 milljónir en það var alltof mikið fyrir Tottenham á þeim tímapunkti," sagði Mourinho um Kim. „Þegar maður horfir á Kim núna og gæðin sem hann býr yfir þá leikur enginn vafi á því að hann er topp leikmaður."

Næst var komið að Zaniolo, en ítalskir fjölmiðlar segja að hann megi búast við refsingu frá félaginu fyrir að hafa hafnað samningstilboði Bournemouth. Zaniolo vill frekar fara til Milan en Ítalíumeistararnir búa ekki yfir nægilega miklu fjármagni til að festa kaup á honum.

„Varðandi Zaniolo þá býst ég við að hann verði því miður áfram hjá félaginu. Ég vil hafa leikmenn innanborðs sem eru ánægðir hjá Roma en það er síðan í byrjun janúar sem Zaniolo er að biðja um að vera seldur.

„Hann er búinn að segja við mig, félagið og liðsfélagana að hann vill ekki vera hérna lengur. Hann segist ekki vilja spila eða æfa meira með liðinu. Þess vegna segi ég því miður. Ég vil ekki segja meira um þetta mál en Nicoló verður ekki með hópnum í næsta leik."

Mourinho talaði að lokum um hollenska bakvörðinn Rick Karsdorp, sem hefur ekki fundið sér nýtt félag eftir opinbert rifrildi við Mourinho fyrr á tímabilinu.

„Karsdorp verður fjarverandi þar til hann vill. Hann mætir alltaf á æfingar með hópnum. Núna æfir hann einn síns liðs vegna smávægilegra meiðsla. Einhver (Karsdorp) sagði stórar lygar þar sem hann dró upp neikvæða ímynd af félaginu og af þjálfarnum. Það veltur alfarið á honum sjálfum hvort hann geti snúið aftur."


Athugasemdir
banner
banner
banner