Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. febrúar 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Launin í NWSL dugðu ekki fyrir barnapíum
Mynd: Getty Images
Fyrrum heimsmeistari með bandaríska kvennalandsliðinu vill að mæður fái meiri stuðning frá bandarísku kvennadeildinni.

Sydney Leroux var ekki í bandaríska liðinu þegar það vann heimsmeistaratitilinn á síðasta ári þar sem hún var í barneignarfríi. Sydney var klár í slaginn í september eftir að hafa eignast stúlku í júní.

Hún er á mála hjá Orlanddo Pride og tjáði sig um það hvernig það sé að vera móðir og atvinnukona: „Alltof oft sjáum við konur þurfa að velja á milli ferilsins og móðurhlutverksins," skrifaði hún á Twitter siðu sína.

Í NWSL deildinni er ekki í boði að fá fæðingarorlof og launin eru á bilinu tvær milljónir upp í fimm milljónir á ári. Leikmenn í bandaríska landsliðinu geta þó þénað nærri tíu milljónum íslenskra króna á ári.

Sydney sagði við blaðamann Forbes að hún hefði eytt meiri pening í barnapíur á síðasta ári en hún fékk greitt í laun fyrir að spila í bandarísku deildinni.

„Það væri mjög sorglegt að missa hæfileikaríkar konur úr boltanum af því að þeim finnst að þær geti ekki verið í báðum hlutverkunum,“ sagði Leroux.

Lestu meira frá Sydne Leroux í grein Vísis.
Athugasemdir
banner
banner
banner