Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe gaf rausnarlega upphæð til góðgerðarsamtaka
Mynd: Getty Images
Helstu knattspyrnustjörnur heims keppast við að aðstoða heilbrigðisyfirvöld og hin ýmsu góðgerðarsamtök í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Kylian Mbappe, ungstirni Paris Saint-Germain, lagði mannkyninu lið með rausnarlegri gjöf til Abbé Pierre samtakanna. Mbappe vildi ekki að upphæðin yrði opinberuð.

Peningur Mbappe fer í aðstoð við þá sem minnst mega sín í heimsfaraldrinum. Samtökin einbeita sér að því að veita fátækasta fólkinu hreint drykkjarvatn og hreinlætisvörur.

„Samtökin vilja senda einlægustu þakkir til Kylian Mbappe fyrir hans rausnarlegu gjöf til þeirra sem eru verst staddir í samfélaginu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá samtökunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner