Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Santiago Bernabeu notaður sem vörugeymsla
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur ákveðið að leggja heilbrigðisyfirvöldum í Madríd lið með því að hrinda af stað söfnun og bjóða heimavöll sinn, hinn heimsfræga Santiago Bernabeu, sem vörugeymslu.

Markmið Real Madrid er að safna saman og koma nauðsynjavörum í baráttunni gegn kórónuveirunni til þeirra sem mest þurfa á að halda.

Bernabeu verður notaður sem vörugeymsla fyrir vörurnar sem safnast saman og hvetur Real Madrid einstaklinga og fyrirtæki til að leggja sér lið í þessari mikilvægu baráttu.

Félagið hefur verið gagnrýnt fyrir að leggja ekki meira af mörkum en mörg félög hafa þegar boðið leikvanga sína sem sjúkraaðstöðu fyrir sýkta einstaklinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner