Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 28. mars 2021 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Berg: Átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Íslands, eftir tap gegn Armeníu í kvöld.

Jóhann Berg spjallaði við RÚV eftir leikinn.

„Þeir áttu einhver skot í fyrri hálfleik fyrir utan teig. Við vorum ágætlega mikið með boltann en ekki að skapa okkur neitt. Þeir voru að vinna fleiri seinni bolta og við en svona. Svo kemur þetta mark sem við komum vanalega í veg fyrir."

„Við fáum mjög gott færi til að jafna. Hvað gerist þá? Maður veit aldrei. Auðvitað er ekki gott fyrir okkur þegar leikurinn fer 2-0, við vitum það alveg."

„Þetta er ekki gott tap hér í kvöld. Við þykjumst vera lið sem eigum að vinna Armeníu á útivelli. Þetta var bara ekki nógu gott. Það munar oft mjög litlu í fótbolta og þetta datt með þeim í kvöld. Við vitum að við getum gert mun betur."

Ísland mætir Liechtenstein í síðasta leik sínum í þessu verkefni á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner