Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. mars 2021 06:00
Aksentije Milisic
Jorginho saknar Napoli: Það er svo kalt í London
Mynd: Getty Images
Jorginho, miðjumaður Chelsea, segist sakna Napoli og lífsins þar. Þá segir hann að það sé svo kalt í London.

Maurizio Sarri fékk Jorginho með sér frá Napoli og til Chelsea árið 2018 en Jorginho hefur spilað alls 126 leiki fyrir þá bláklæddu.

Hann virðist vera lykilleikmaður undir stjórn Thomas Tuchel en Chelsea hefur verið að spila frábærlega upp á síðkastið.

Hins vegar hefur umboðsmaður Jorginho gefið það út að leikmaðurinn sé að íhuga það að fara aftur til Napoli. Honum leið vel þar og hann á margar vinir þarna.

„Ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna Napoli," sagði Ítalinn.

„Hver myndi ekki sakna Napoli? Það er svo kalt í London, þau vita ekki einu sinni hvað sól er."

Sarri er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Napoli en Gennaro Gattuso, núverandi þjálfari liðsins, verður að öllum líkindum ekki áfram hjá félaginu eftir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner