Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. apríl 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Demba Ba: Newcastle mun berjast um titilinn
Demba Ba var í eitt og hálft ár hjá Newcastle.
Demba Ba var í eitt og hálft ár hjá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Demba Ba, fyrrum framherji Newcastle, telur að sitt gamla félag muni berjast um titilinn í ensku úrvalsdeildinni ef nýir eigendur ná að klára kaup á félaginu.

PCP Capital Partners eru að kaupa Newcastle en á bakvið fjárfestingahópinn er Mohammad Bin Salman, krónrpins í Sádi-Arabíu. Bin Salman er mjög auðugur og Newcastle gæti gert stóra hluti á leikmannamarkaðinum ef kaupin ganga í gegn.

„Ef þetta gengur í gegn þá verð ég mjög ánægður því Newcastle er félag sem ég elska mikið," sagði Ba en hann skoraði 29 mörk í 58 leikjum með Newcastle á sínum tíma.

„Ég átti mjög góðan tíma þar og ef þetta gengur í gegn þá verður þetta topplið."

„Newcastle er nú þegar topp félag en þetta verður annað topplið sem mun berjast um titilinn og berjast um Meistaradeildina. Það er frábært fyrir ensku úrvalsdeildina og Newcastle."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner