Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 28. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Higuain hugsaði um að hætta eftir klúðrið á HM 2014
Higuain í leik gegn Íslandi á HM 2018.
Higuain í leik gegn Íslandi á HM 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Af hverju ætti ég að hugsa um það sem annað fólk segir?'
'Af hverju ætti ég að hugsa um það sem annað fólk segir?'
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain segist hafa verið tilbúinn að hætta í fótbolta eftir dýrkeypt klúður sitt í úrslitaleiknum á HM 2014.

Þetta klúður:

Leikurinn endaði 0-0, en Þýskaland skoraði í framlengingunni og tryggði sér þar með Heimsmeistaratitilinn. Lionel Messi tók við verðlaunum sem besti leikmaður mótsins, en var grautfúll og það skiljanlega.

Higuain átti væntanlega erfitt með svefn næstu nætur á eftir, en hann segir: „Færið kom óvænt upp. Ég varð að nýta það, en því miður gerði ég það ekki. Ég gerði það fyrsta sem kom upp í hugann á mér. Ég veit ekki hvort ég myndi gera það sama núna."

„Ég hugsaði um að hætta í fótbolta, en mamma sagði að ég mætti ekki gera það."

Higuain, eins og margir aðrir fótboltamenn, er mikið gagnrýndur. Hann reynir að láta það ekki á sig fá. „Ég hef spilað í bestu deildunum, fyrir bestu liðin, á þremur Heimsmeistaramótum og í Suður-Ameríkukeppninni. Ég gat ekki einu sinni ímyndað mér tíu prósent af þessu þegar ég var fimm ára. Af hverju ætti ég að hugsa um það sem annað fólk segir?"

Higuain er 32 ára gamall og er hann á mála hjá Ítalíumeisturum Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner