Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 28. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Arnór Borg Guðjohnsen (Swansea)
Mynd: Arnór Borg Guðjohnsen
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Gudjohnsen.
Andri Lucas Gudjohnsen.
Mynd: Getty Images
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Arnór Borg Guðjohnen er á mála hjá Swansea og leikur með U-23 ára liði félagsins. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og er hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen.

Arnór var árið 2018 í viðtali við Wales Online þar sem hann ræddi um Guðjohnsen nafnið og fyrir áramót ræddi hann við Fótbolta.net um stöðu mála. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Arnór Borg: Loksins að stíga upp úr meiðslum (2. des 2019)
Arnór Borg: Kostir og gallar við Guðjohnsen-nafnið

Fullt nafn: Arnór Borg Guðjohnsen

Gælunafn: Guddy, Nóri

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: febrúar 2016 æfingaleikur gegn Fram

Uppáhalds drykkur: Slow cow bara

Uppáhalds matsölustaður: Ginger er mjög gott

Hvernig bíl áttu: Er ennþá að vinna í bílprófinu því miður

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður: J hus

Fyndnasti Íslendingurinn: Hlæ mikið að Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kiwi, jarðaber og oreo er svaðaleg blanda

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sjúkraþjálfarinn minn að senda mer tiktok sem er alveg skrítið

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Væri erfitt að spila fyrir HK

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Daniel James

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Úlfar Hinriks

Mest óþolandi leikmaður: Logi Tómass er ekkert eðlilega pirrandi inná vellinum

Sætasti sigurinn: Cardiff í úrslitaleik í velska bikarnum

Mestu vonbrigðin: Tapa í undarúslitum N1 á móti HK

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Væri gaman að spila með Brynjólfi eða Águsti Hlyns aftur

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Lucas Guðjohnsen

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Rúrik Gísla má eiga það

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Thelma Lóa

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Pabbi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kees De Boer gerir ekki annað en að DMa kellingar

Uppáhalds staður á Íslandi: Heimilið mitt er í uppáhaldi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: koma inná í landsleik með litla frænda í U19

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer upp og segi góða nótt við pabba

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Eh minna

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var bara helvíti slakur í öllu

Vandræðalegasta augnablik: Gleymdi einu sinni að setja á mig skýluna fyrir sund tíma í Lindaskóla

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Andra Lucas, Kolbein Þórðar og Gústa Hlyns væri veisla

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Eini í fjölskyldunni sem hefur skorað tvö mörk í fyrsta landsleik

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ben Cabango bjó hjá honum í 3 mánuði án efa steiktasti maður sem ég hef kynnst

Hverju laugstu síðast: Sagði við Luigi að nýja lagið hans væri gott!

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp er drep leiðinlegt

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna um hádegi og fara í bolta með strákunum og svo spila við mömmu er búið að vera vinsælt
Athugasemdir
banner
banner