þri 28. apríl 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool skólanum á Íslandi frestað
Skólinn hefur alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold.
Skólinn hefur alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið tekin sá ákvörðun um að fresta Liverpool skólanum sem átti að fara fram á Íslandi í júní. Vonast er til þess að halda hann í staðinn í ágúst.

Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim sem leggur mikla áherslu á þjálfun bæði barna og unglinga og hefur starf þeirra alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn eins og Steven Gerrard og Trent Alexander-Arnold.

Skólinn fagnar tíu ára afmæli sínu á Íslandi í ár.

Tilkynning frá stjórn Liverpool skólans á Íslandi
Vegna ferðatakmarkana reynist því miður nauðsynlegt að fresta Liverpool skólanum sem vera átti á Íslandi í júní

Afturelding í samráði við Liverpool, Þór og Liverpool klúbbinn stefnir á að halda skólann síðar í sumar:

í Mosfellsbæ 10 – 12. ágúst
á Akureyri 13 – 15. ágúst

Það er algjörlega háð því að létting á ferðatakmörkunum á Íslandi og Englandi hafi gengið eftir og Liverpool telji öruggt að senda þjálfara hingað. Einnig háð því hvort flugsamgöngur verði komnar í eðlilegt horf. Ef óvænt verður ekki öruggt að senda þjálfarana hingað verður skólanum frestað til næsta árs.

Þeir sem þegar hafa skráð börn í skólann geta haldið sæti sínu, en þeir sem óska eftir að afskrá og fá endurgreitt senda tölvupóst með upplýsingum um bankareikning á netfangið [email protected]

Með bestu kveðjum og von um skilning
stjórn Liverpool skólans á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner