þri 28. apríl 2020 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin á hlutlausum leikvöngum?
Leikmenn prófaðir fyrir smiti fyrir og eftir hvern leik
Í Meistaradeildinni eru 16-liða úrslitin enn í gangi.
Í Meistaradeildinni eru 16-liða úrslitin enn í gangi.
Mynd: Getty Images
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, skoðar nú leiðir til þess að klára Meistaradeildina, en 16-liða úrslitin eru ekki búin í keppninni.

Enn á eftir að leika síðari leiki í helmingum viðureigna í 16-liða úrslitunum. Nú þegar eru Atalanta, Atletico Madrid, RB Leipzig, Paris Saint-Germain komin áfram í 8-liða úrslit.

Samkvæmt grein Guardian þá er verið að skoða það að klára keppnina á hlutlausum leikvöngum á bak við luktar dyr þar sem strangar reglur verða við gildi. Leikmenn yrðu prófaðir fyrir smiti fyrir og eftir hvern leik.

Það er ljóst að ekki verður hægt að klára keppnina eðlilega þar sem íþróttaviðburðir eru bannaðir í Frakklandi þangað til í september og franska félagið PSG er eitt af þeim sem eftir er í keppninni. Forseti Parísarfélagsins, Nasser al-Khelaifi, sagði við RMC aði félagið væri tilbúið að spila leiki sína erlendis til að klára Meistaradeildina.

Ekki er búist við því að UEFA tilkynni áform sín um hvernig skal Meistaradeildina og Evrópudeildina fyrr en í lok maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner