Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. apríl 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næsti aðstoðarstjóri Guardiola: Alonso, Torrent eða Iniesta?
Guardiola og Xabi Alonso.
Guardiola og Xabi Alonso.
Mynd: Getty Images
Goal segir frá því að Pep Guardiola muni ráða sér nýjan aðstoðarmann í sumar eftir að Mikel Arteta hætti í því hlutverki í desember síðastliðnum til að taka við Arsenal.

Rodolfo Borrell fékk meiri ábyrgð frá Guardiola eftir að Arteta hvarf á braut, en Borrell var í þjálfarateyminu ásamt Arteta.

Nýr aðstoðarþjálfari kemur hins vegar til með að verða ráðinn í sumar. Domenec Torrent kemur til greina, en hann er fyrrum aðstoðarstjóri Guardiola hjá Man City. Hann yfirgaf City til að taka við systurfélaginu í New York árið 2018. Hann hætti þar í fyrra, en þó er talið að hann vilji áfram starfa sem aðalþjálfari.

Svo er möguleikinn að Guardiola fari eftir sömu uppskrift og með Arteta, að hann ráði einstakling sem er tiltölulega hættur í fótbolta og vill læra af einum þeim besta.

Xabi Alonso passar inn í það form. Alonso var hæfileikaríkur miðjumaður sem lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa spilað undir stjórn Guardiola hjá Bayern München. Alonso er þessa stundina að þjálfa varalið Real Sociedad.

Aðrir leikmenn sem hafa spilað undir stjórn Guardiola og gætu komið til greina eru Andres Iniesta og David Silva, en hlutverkið gæti komið of snemma fyrir þá þar sem þeir eru enn að spila.

Að vera aðstoðarþjálfari Guardiola hlýtur að vera eftirsóknarvert; starf sem leiðir til stærri hluta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner