þri 28. apríl 2020 09:12
Magnús Már Einarsson
Rice til Man Utd, Chelsea eða Arsenal?
Powerade
Declan Rice er eftirsóttur.
Declan Rice er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Willian er orðaður við Arsenal.
Willian er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta úr slúðrinu í dag. BBC tók pakkann saman.



Arsenal hefur boðist að fá Willian (31) frá Chelsea til að fylla skarð Pierre-Emerick Aubameyang (30) sem gæti verið á förum. Willian verður samningslaus í sumar en forráðamenn Arsenal eru hissa á háum launakröfum hans. (Sun)

Arsenal hefur boðið 43 milljónir punda í Thomas Partey (26) miðjumann Atletico Madrid. (Express)

Barcelona er tilbúið að selja Philippe Coutinho (27) og Ousmane Dembele (22) í sumar. (Telegraph)

Chelsea hafði áhuga á Coutinho en nú er Kai Havertz (20) miðjumaður Leverkusen efstur á óskalista félagsins. (The Athletic)

West Ham gæti neyðst til að selja miðjumanninn Declan Rice í sumar til að fá pening í kassann til að kaupa nýja leikmenn. Chelsea og Manchester United hafa áhuga á Rice. (Telegraph)

Arsenal hefur einnig áhuga á Rice (21) en hann er metinn á 70 milljónir punda. (Sun)

Liverpool er í bílstjórasætinu í baráttunni um Victor Osimhen (21) framherja Lille. Leicester og Chelsea hafa einnig áhuga. (Le foot mercato)

Yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund segist vera algjörlega rólegur yfir framtíð Jacdon Sancho (20). Sanho hefur verið orðaður við Manchester United. (Sport1)

Manchester United er tilbúið að selja Paul Pogba (27) og Jesse Lingard (27) til að fjármagna kaup á Sancho. (Sun)

Mohammed Salisu (21) varnarmaður Real Valladolid hefur verið orðaður við Manchester United. (AS)

Wilfred Ndidi (23) miðjumaður Leicester segist vera sáttur hjá félaginu þrátt fyrir að vera orðaður við Manchester United og Arsenal. (Teamtalk)

Dani Ceballos (23) miðjumaður Arsenal vonast til að fara aftur til Real Madrid þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Movistar)

Son Heung-min gæti misst af byrjun æfinga með Tottenham en hann er ennþá að klára herskyldu í Suður-Kóreu. Eftir það þarf hann að koma sér til Englands og klára sóttkví. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner