Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. apríl 2020 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Spillingarmáli Beckenbauer lokið án niðurstöðu
Franz Beckenbauer.
Franz Beckenbauer.
Mynd: Getty Images
Réttarhöldum yfir þýsku goðsögninni Franz Beckenbauer, sem staðið hafa yfir undanfarin fimm ár, er lokið án dómsuppkvaðningu. Beckenbauer var ásakaður um spillingu.

Beckenbauer og þrír aðrir voru rannskaðir í tengslum við spillingu fyrir HM 2006, sem var haldið í Þýskalandi.

Becken­bau­er var í forsvari fyrir umsókn Þýskalands um að halda HM 2006. Því er haldið fram að Beckenbauer hafi greitt Mohamed Bin Hammam, fyrrum forsetaframbjóðanda FIFA og fyrrum forseta knattspyrnusambands Asíu, 8,4 milljónir punda. Bin Hammam, sem er frá Katar, var á þeim tíma háttsettur innan FIFA.

Málið gegn Beckenbauer fór fram í Sviss en það hafði verið hlé gert á því vegna kórónuveirufaraldursins. Núna er ekki lengur hægt að draga hann til saka þar í landi þar sem tímaramminn á því ferli er runninn út. Í Sviss er hámarkstíminn 15 ár þegar kemur að dómsmálum er varðar svik (e. fraud). Það eru liðin 15 ár frá byrjun málsins.

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, sem hefur verið undir nýrri stjórn frá 2016, segir það mikil vonbrigði að málinu hafi lokið án niðurstöðu en sambandið heldur því fram að það sé ekki búið að gefast upp á því að fá niðurstöðu.

Beckenbauer, sem er 74 ára gamall, var fyrirliði Vestur-Þýskalands sem vann HM 1974 sem gestgjafar. Þá var hann þjálfari Þjóðverja sem unnu HM á Ítalíu 16 árum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner