Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. apríl 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Verða að ákveða framhaldið fyrir 25. maí
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin og aðrar deildir í Evrópu verða að tilkynna UEFA fyrir 25. maí hvernig þau hyggjast ætla að ljúka keppni á yfirstandandi tímabili.

Kórónaveiran hefur sett mótahald í Evrópu á hliðina undanfarnar vikur og óvíst er með framhaldið í mörgum löndum.

UEFA hefur óskað eftir svörum varðandi deildarkeppnir fyrir 25. maí. Þann 27. maí mun UEFA funda um framhaldið í Meistara og Evrópudeildinni en þær keppnir gætu klárast í ágúst.

UEFA segist sýna því skilning ef ekki verður hægt að klára einhverjar deildarkeppnir en sambandið vonast þó til að einhverjir keppnir geti klárast með öðru leikjafyrirkomulagi, til að hægt verði að ákveða hvaða lið fara í Evrópukeppni næsta vetur.

Yfirvöld í Englandi hafa sýnt félögum í ensku úrvalsdeildinni stuðning í að reyna að klára tímabilið fyrir luktum dyrum í júní. Félög á Englandi ætla að funda á föstudag um útfærslu á því en þar verður skoðað á hvaða leikvöllum er hægt að leika. St George's Park, æfingasvæði enska landsliðsins, kemur einnig til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner