Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. apríl 2021 16:45
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Held að deildin verði jafnari
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spáin kemur mér ekki á óvart. Þetta er sama sætið og við lentum í fyrra," segir Alfreð Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, en liðinu er spáð 4. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

„Markmið sumarsins eru nokkuð klár. Við ætlum að fara í alla leiki til að vinna þá. þróa okkar leikstíl enn betur og hafa góða liðsheild."

Þónokkrar breytingar hafa orðið á liði Selfyssinga í vetur en öflugir leikmenn hafa horfið á braut á sama tíma og nýir hafa komið í staðinn.

„Ég er mjög ánægður með okkar liðsstyrk. Flottir liðsmenn sem smella í okkar lið," sagði Alfreð sem reiknar ekki með frekari liðsstyrk fyrir mót.

Selfoss hefur leik á útivelli gegn Keflavík á miðvikudaginn í næst viku.

„Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár og öll lið geta reytt af hvort öðru þótt Valur og Breiðablik séu líklegust."
Athugasemdir
banner
banner
banner