banner
   mið 28. apríl 2021 10:15
Magnús Már Einarsson
Andri Hjörvar: Ansi auðvelt að reikna út spádómssæti í 10 liða deild
Andri Hjörvar Albertsson
Andri Hjörvar Albertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, segir það ekki koma á óvart að liðinu sé spáð 5. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar í spá Fótbolta.net.

„Nei alls ekki. Það er rökrétt fyrir utanaðkomandi að ranka okkur sem miðlungslið akkurat núna. Ef fólk rýnir í úrslit leikja á undirbúningstímabilinu og svo auðvitað í "komnar/farnar" faktorinn....þá er ansi auðvelt að reikna út spádómssæti í 10 liða deild," sagði Andri við Fótbolta.net.

Þór/KA endaði í 7. sæti í fyrra en hvert er markmiðið fyrir komandi tímabil? „Við erum með fullt af markmiðum - sem lið, sem félag og sem klúbbur, skammtíma og langtíma, stór og metnaðarfull. Markmiðin í sumar tvinnast þar inn í og eru stór partur af heildarmyndinni."

Andri er ánægður með liðsstyrkinn sem Þór/KA hefur fengið í vetur. „Já, ég tel okkur hafa gert vel á því sviði," sagði Andri og bætti við að hann búist ekki við frekari liðsstyrk fyrir mót.

Pepsi Max-deildin hefst næstkomandi þriðjudag en hvernig sér Andri deildina fyrir sér? „Það verður spútnik lið, það verða vonbrigði sumarsins og svo þar inn á milli verða einhverjar breytur sem enginn fær haggað."
Athugasemdir
banner
banner