Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. apríl 2021 13:31
Elvar Geir Magnússon
Arteta hæstánægður með eigendur Arsenal
Stuðningsmenn Arsenal kalla eftir því að Stan Kroenke selji félagið.
Stuðningsmenn Arsenal kalla eftir því að Stan Kroenke selji félagið.
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, stendur við bakið á eigendum Arsenal, Kroenke fjölskyldunni, Eignarhald Arsenal er mikið í umræðunni en stuðningsmenn félagsins hafa staðið fyrir mótmælum í garð Stan Kroenke stjórnarformanns.

Stofnandi Spotify, Daniel Ek, hefur áhuga á því að kaupa Arsenal en Kroenke sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki ætla að selja félagið.

Arteta segir að Kroenke sé rétti maðurinn til að leiða félagið áfram og að stuðningsmenn yrði hissa ef þeir fengju að kynnast þeirri vinnu sem hann leggur í félagið.

„Eigendurnir hafa sýnt metnaðinn sem þeir hafa fyrir félaginu, við erum öll að vinna að því að liðið njóti velgengni. Öll samskipti mín við eigendurna hafa verið jákvæð, þeir eru spenntir og metnaðarfullir. Þeir vilja hjálpa okkur í átt að því að koma liðinu meðal bestu liða Evrópu," segir Arteta.

Arsenal var eitt af þeim félögum sem ætluðu að ganga í nýja Ofurdeild og það skapaði mikla ókyrrð meðal stuðningsmanna. Ef Arsenal ætlar að spila í Meistaradeild Evrópu verður liðið að vinna Evrópudeildina en á fimmtudaginn leikur liðið fyrri leik sinn gegn Villarreal í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner