Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. apríl 2021 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Nær Manchester City sigri í París?
Það er allt jafnt í Meistaraspánni!
Það er allt jafnt í Meistaraspánni!
Mynd: Fótbolti.net
Manchester City heimsækir PSG í kvöld.
Manchester City heimsækir PSG í kvöld.
Mynd: EPA
Undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu halda áfram í kvöld. Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.



Guðmundur Steinarsson

PSG 3 - 1 Manchester City
Þessum liðum vantar þennan titil í sögu sína og er sú keppni sem eigendum liðana þrá hvað mest að vinna eftir að hafa keypt félögin. Bæði lið búin að eiga flottar og í raun sannfærandi frammistöður til þessa. Held að þetta verði stærsta verkefni City á tímabilinu og nú kemur í ljós hvernig þeir höndla pressuna. En hjá PSG er Mbappé sem er að vinna leiki uppá eigin spýtur þegar honum hentar og það er munurinn á liðunum þessum leik.

Kristján Guðmundsson

PSG 2 - 1 Manchester City
Syndisóknir PSG munu verða City erfiðar í kvöld. Leikmyndin verður City með boltann og spila eins breytt og mögulegt er til að teygja á miðju línu PSG og slíta þá frá Mbappe sem mun reyna finna sér rétta svæðið til að fá boltann og æða af stað. Barátta tveggja ólíkra liða sem gaman verður að fylgjast með.

Fótbolti.net - Maté Dalmay

PSG 1 - 0 Manchester City
Ég held að bæði lið fari óþægilega varfærnislega inn í þennan fyrri leik liðana og hann verði hreinlega leiðinlegur. Neymar treður inn einu marki á 44. mínútu og þeir hanga á því út leikinn og taka með sér 1-0 forystu til Manchester.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 10
Kristján Guðmundsson - 10
Fótbolti.net - 10
Athugasemdir
banner
banner