mið 28. apríl 2021 16:30
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 4. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir
Barbára Sól Gísladóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Friðgeirsdóttir
Anna María Friðgeirsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 4. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Selfoss
5. Þór/KA
6. Þróttur R.
7. Stjarnan
8. ÍBV
9. Keflavík
10. Tindastóll

4. Selfoss

Lokastaða í fyrra: Selfoss varð bikarmeistari árið 2019 og stefndi á að berjast um Íslandmeistaratitil í fyrra. Það gekk þó ekki en liðið komst aldrei í titilbaráttu og endaði í 4. sætinu að lokum.

Þjálfarinn: Alfreð Elías Jóhannsson er sem fyrr við stjórnvölinn á Selfossi. Hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2017 og hefur gert góða hluti. Hann þjálfaði áður karlalið BÍ/Bolungarvíkur og Ægis.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Selfoss.

„Það hefur nógu mikið verið rætt og ritað um vonbrigðasumar Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili. Eitt er víst að liðið og þjálfarinn hafa ekki setið auðum höndum í vetur og þær ætla sér klárlega að koma sterkari inn í mótið í ár. Þó stór nöfn vanti frá í fyrra þá er vel haldið um taumana á Selfossi og hópurinn æfir vel."

Spáin gerir ráð fyrir að Selfyssingar hafi lært
„Eins og hjá öllum öðrum þá skiptir miklu máli að fylla skarð þeirra sem hverfa á braut. Hvort sem lið gera það innanfrá og/eða utanfrá þá verður það að ganga vel upp. Pressan á Selfoss liðinu er minni í ár en þær og aðrir settu mikla pressu á sig fyrir mót í fyrra. Spáin gerir ráð fyrir að Selfyssingar hafi lært af síðasta tímabili og komi betur inn í deildina 2021."

Reyndur, þýskur markvörður var fenginn til að loka búrinu en nú er ljóst að hún verður eitthvað frá vegna meiðsla. Guðný Geirsdóttir leysir hana af í byrjun móts en hún kemur á láni frá ÍBV. Aðrar viðbætur verða að hafa mikil áhrif til að fylla upp í fyrir þær sem vantar frá í fyrra. Eva Núra er baráttu jaxl af gamla skólanum og smellur hugsanlega vel inn í baráttuglatt Selfoss liðið."

„Góð byrjun á mótinu er algjört lykilatriði fyrir Selfoss ef þessi spá á að ganga eftir. Skipulag, agi og barátta á eftir að skila þeim í efri hluta deildarinnar samkvæmt spánni. Leikir á undirbúningstímabilinu hafa svolítið litast af litlum hópi og stöðugleikinn verður að koma fljótlega enda verulega stutt í mót. Það er uppgangur á Selfossi og aðstaða og umhverfi er til fyrirmyndar. Það litar spá þessa tímabils að fá lið geta orðið keppt við aðstæður og umgjörð eins og verið er að skapa þessi misserin á Selfossi."


Lykilmenn: Barbára Sól Gísladóttir, Anna María Friðgeirsdóttir og Eva Núra Abrahamsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Erlendu leikmönnunum og hvað þær færa liðinu. Svo verður gaman að fylgjast með Katrínu Ágústsdóttur sem er fædd árið 2005. Það er spennandi leikmaður, eins og reyndar fleiri ungir leikmenn á Selfossi.

Komnar:
Anke Preuss frá HB Köge í Danmörku
Brenna Lovera frá Boavista í Portúgal
Caity J Heap frá Sparta Prag í Tékklandi
Emma Checker frá Ástralíu
Eva Núra Abrahamsdóttir frá FH

Farnar:
Brynja Valgeirsdóttir í Hamar
Clara Sigurðardóttir í ÍBV
Dagný Brynjarsdóttir í West Ham
Halla Helgadóttir í FH
Kayla Marckese

Sjá einnig
Hin Hliðin - Áslaug Sigurbjörnsdóttir (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner