Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. apríl 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa og Benitez höfðu áhuga á nýjum leikmanni Kórdrengja
Lengjudeildin
Conner Rennison hér lengst til hægri.
Conner Rennison hér lengst til hægri.
Mynd: Kórdrengir
Á dögunum fengu Kórdrengir styrkingu frá Englandi. Um er að ræða miðvörðinn Nathan Dale, miðjumanninn Conner Rennison og framherjann Connor Simpson.

Dale og Simpson eru 21 árs gamlir en Rennison er aðeins 18 ára gamall.

Hann er vinnusamur miðjumaður sem kemur upp úr Hartlepool United akademíunni. Í tilkynningu Kórdrengja sagði að mörg félög í efstu deild á Englandi hefðu haft áhuga á honum en hann hafi slitið krossband sem hægði á uppgangi ferilsins.

Það er fjallað um þennan áhuga í enskum fjölmiðlum og þar kemur meðal annars fram að Leeds, Newcastle og Sunderland hafi haft áhuga á honum fyrir tveimur árum síðan. Marcelo Bielsa og Rafa Benitez sýndu honum áhuga.

Hann mun spila með Kórdrengjum í sumar og segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja: „Conner Rennison var bjartasta von í sínu félagi þegar hann var yngri. (Marcelo) Bielsa hafði mikinn áhuga á honum. Hann slítur svo krossband. Hann er að koma til okkar til að fá leiktíma og koma ferlinum aftur af stað. Hann er kornungur, fæddur 2002."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner