Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. apríl 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið PSG og Man City: Sterling og Aguero á bekknum
Sterling byrjar ekki.
Sterling byrjar ekki.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur framundan í Meistaradeildinni í kvöld. Eftir rétt tæpan klukkutíma mætast PSG og Manchester City í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

PSG sló út Bayern Munchen í 8-liða úrslitunum og City lagði Dortmund að velli. City er toppliðið á Englandi en PSG er í eltingarleik við Lille í frönsku deildinni.

Marquinhos hefur verið að glíma við meiðsli en brasilíski miðvörðurinn byrjar fyrir PSG. Icardi byrjar á bekknum hjá PSG. Juan Bernat er meiddur og Hollendingurinn Mitchell Bakker byrjar í vinstri bakverði hjá PSG.

Hjá Manchester City er enginn hreinræktaður sóknarmaður. Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling eru allir á bekknum.

Byrjunarlið PSG: Navas, Florenzi, Marquinhos, Kimpembe, Bakker, Paredes, Gueye, Di Maria, Verratti, Neymar, Mbappe.
(Varamenn: Rico, Kehrer, Icardi, Rafinha, Danilo, Kean, Sarabia, Kurzawa, Herrera, Diallo, Draxler, Dagba)

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Stones, Dias, Cancelo, Rodri, Gundogan, De Bruyne, Mahrez, Bernardo, Foden.
(Varamenn: Steffen, Trafford, Ake, Sterling, Jesus, Aguero, Zinchenko, Laporte, Ferran Torres, Mendy, Fernandinho, Garcia)
Athugasemdir
banner
banner