mið 28. apríl 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dýrustu knattspyrnustjórar sögunnar
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt í gær að Julian Nagelsmann muni taka við sem knattspyrnustjóri Bayern München í sumar.

Hann tekur formlega við Bæjurum þann 1. júlí en hann er dýrasti knattspyrnustjóri í sögunni. RB Leipzig fær um 25 milljónir evra í bætur.

Nagelsmann, sem er aðeins 33 ára og hefur verið orðaður við Tottenham, gerir fimm ára samning við Bayern.

Nagelsmann er að klára sitt annað tímabil hjá Leipzig en liðið mun líklega enda í öðru sæti á eftir Bayern. Á síðasta tímabili stýrði hann liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar og í þriðja sæti þýsku deildarinnar.

Mirror ákvað að taka saman lista yfir fimm dýrustu knattspyrnustjóra sögunnar og þar er Nagelsmann á toppnum. Í greininni er átt við þegar félag borgar öðru félagi fyrir knattspyrnustjóra.

Topp fimm dýrustu stjórar sögunnar
5. Jose Mourinho - 7 milljónir punda (Inter til Real Madrid)
4. Ruben Amorim - 8,6 milljónir punda (Braga til Sporting Lissabon)
3. Brendan Rodgers - 9,1 milljón punda (Celtic til Leicester)
2. Andre Villas-Boas - 13 milljónir punda (Porto til Chelsea)
1. Julian Nagelsmann - 21,7 milljónir punda (RB Leipzig til Bayern)
Athugasemdir
banner
banner