Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. apríl 2021 13:45
Elvar Geir Magnússon
Giggs kom fyrir dóm - Segist saklaus
Ryan Giggs mætir í dómshúsið.
Ryan Giggs mætir í dómshúsið.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, segist saklaus af þremur ákærum um að hafa ráðist á fyrrum unnustu sína og systur hennar.

Árásin á að hafa átt sér stað á heimili hans í Worsley í Salford þann 2. nóvember. Giggs var handtekinn og síðar sleppt úr haldi.

Sjá einnig:
Giggs sagður hneykslaður og mjög reiður

Giggs mætti í dómssalinn í dag en hann neitar sök. Dómur verður kveðinn upp þann 26. maí.

Allan leikmannaferil sinn þá lék Giggs með Manchester United en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Wales 2018. Eftir að hann var ákærður þá tilkynnti knattspyrnusamband Wales að Robert Page myndi stýra liðinu á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner