Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. apríl 2021 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Seinni hálfleikurinn frábær að öllu leyti
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var glaður með 1-2 útisigur sinna manna gegn Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

City voru frábærir í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu í seinni hálfleiknum og City frekar verðskuldaðan 2-1 sigur.

Lokatölur voru 1-2 og City er nálægt sínum fyrsta úrslitaleik frá upphafi.

„Við byrjuðum mjög vel. Við fundum fyrir pressu eftir að þeir skoruðu. Margir okkar manna eru í fyrsta sinn í undanúrslitum og vildu gera þetta vel. Seinni hálfleikurinn var frábær að öllu leyti. Tvö útivallarmörk en verkefnið í næstu viku er erfitt," sagði Guardiola eftir leikinn í París í kvöld.

„Stundum þurfum við bara að vera rólegir og vera við sjálfir. Við vorum passívir til að byrja með en svo vorum við agressívari. Það er ekki auðvelt gegn Mbappe, Neymar, Di Maria. Ég er mjög sáttur með frammistöðuna en við erum bara komnir hálfa leið. Það eru 90 mínútur eftir og allt getur gerst."
Athugasemdir
banner
banner