Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. apríl 2021 13:38
Magnús Már Einarsson
Íslensk félög geta fengið háar fjárhæðir í Meistaradeild kvenna
Úr leik hjá Breiðabliki og Val.
Úr leik hjá Breiðabliki og Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur tilkynnt um nýtt skipulag Meistaradeildar kvenna sem tekur gildi í sumar.

Með þessu nýja skipulagi verða mun meiri peningar í boði fyrir þátttakendur í keppninni og munu 24 milljónir evra dreifast á liðin, sem er rúmlega fjórum sinnum meira en hefur verið. Þessa miklu aukningu má skýra með því að auglýsingasamningar og sjónvarpsréttindi verður miðstýrð frá og með riðlakeppni keppninnar. Ásamt því mun hið nýja módel fá fé úr Meistaradeild karla til að styrkja kvennaboltann.

UEFA hefur einnig tekið þá ákvörðun að um 23% af þessum 24 milljónum evra verði notaðar til að efla kvennaboltann hjá félögum sem taka ekki þátt í Meistaradeild kvenna, en leika í efstu deild í sínu landi með þátttökuliðum í Meistaradeildinni.

Breiðablik og Valur taka þátt í Meistaradeild kvenna í sumar, en það er í fyrsta sinn sem tvö íslensk lið taka þátt í keppninni. Til að komast í hina 16 liða riðlakeppni þurfa Breiðablik og Valur að fara í gegnum tvö stig forkeppninnar, en þau verða leikin í ágúst og september.

UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun en þetta kemur fram í úttekt Vísis um málið. Breiðabik og Valur fa því háar fjárhæðir ef þau komast í riðlakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner