Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 28. apríl 2021 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jenas fær ekki góða dóma - „Gleymdu hugmyndinni"
Jermaine Jenas.
Jermaine Jenas.
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Newcastle og Tottenham, vakti ekki mikla lukku fyrir lýsingu sína á leik Paris Saint-Germain og Manchester City í Meistaradeildinni í kvöld.

Man City vann leikinn 2-1 og er í kjörstöðu fyrir seinni leikinn í næstu viku.

Jenas var meðlýsari á leiknum á BT Sport og fékk hann mikla neikvæða gagnrýni á samfélagsmiðlum.

Jenas þótti kóróna frammistöðu sína þegar Man City fékk aukaspyrnu í seinni hálfleik.

„Ég held að Mahrez sé að reyna að sannfæra De Bruyne um að fá að taka aukaspyrnuna. Gleymdu hugmyndinni (e. there's no way)," sagði Jenas.

Viti menn, Mahrez tók aukaspyrnuna og skoraði sigurmarkið.



Athugasemdir
banner
banner
banner