Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. apríl 2021 09:27
Magnús Már Einarsson
Konate ennþá á óskalista Liverpool
Powerade
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með alls konar kjaftasögur. Skoðum þær.



Liverpool ætlar ennþá að reyna að fá varnarmanninn Ibrahima Konate (21) frá RB Leipzig í sumar þrátt fyrir 46 milljóna punda tap á síðasta tímabili. (Mail)

Neymar (29) segist vera nálægt því að gera nýjan samning við PSG en núverandi samningur hans rennur út í júní 2022. (Goal)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur ekki áhuga á að taka við Tottenham. (Sky Sports)

Barcelona vill fá Matthijs de Light (21) varnarmann Juventus. (Sport)

Arsene Wenger hefur gefið í skyn að hann sé tilbúinn að taka þátt í að kaupa Arsenal ásamt Daniel Ek eiganda Spotify og þremur fyrrum leikmönnum félagsins. (Mirror)

Jesse Lingard (28) ætlar að reyna að yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar. (Eurosport)

Inter hefur blandað sér í baráttuna um Sergio Aguero (32) sem er á förum frá Manchester City í sumar. (Calciomercato)

Jonathan David (21) framherji Lille er á óskalista Manhester United og Arsenal. (Fichajes.net)

Leeds hefur rætt við Rubin Kazan um að kaupa georgíska kantmanninn Khvicha Kvaratskhelia (20). (Football Fancast)

Tottenham er að skoða Ismaila Soro (22) miðjumann Celtic. (Mail)

Davy Propper (29) miðjumaður Brighton gæti verið á leið til PSV Eindhoven. (The Argus)

Chelsea hefur áhuga á Alfonso Pedraza (25) bakverði Villarreal og Robin Gosens (26) bakverði Atalanta. (Caught Offside)

Real Madrid ætlar ekki að selja Martin Ödegaard (22) í sumar en hann er á láni hjá Arsenal. (AS)

Arsenal hefur ekki rætt við David Luiz (34) um nýjan samning en hann verður samningslaus í sumar. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner