Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. apríl 2021 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Þarf ekki mörg orð til að lýsa mikilvægi hans
Lengjudeildin
Alvaro er mjög mikilvægur fyrir Þór.
Alvaro er mjög mikilvægur fyrir Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Þór hafni í áttunda sæti deildarinnar í sumar.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gaf sitt álit á liði Þórsara.

Hann telur að Alvaro Montejo sé mikilvægasti leikmaður Þórsara.

„Það þarf ekki mörg orð til að lýsa mikilvægi hans fyrir Þórsliðið. Spilaði 20 leiki fyrir Þór í deild og bikar í fyrra og skoraði 16 mörk. Virkilega skemmtilegur leikmaður; leikinn með boltann, markheppinn og frábær karakter. Liðið þarf að treysta mikið á sinn besta mann og vona að hann haldist heill í sumar. Án hans gæti liðið hæglega lent í miklum vandræðum í einhverjum leikjum."

Alvaro er þrítugur sóknarmaður sem kom fyrst til Íslands árið 2014 og hefur leikið með Þór frá sumrinu 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner