Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Einn hálfleikur fyrir hvort lið
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
„Við áttum skilið að vera yfir í hálfleik en þeir voru betri í seinni hálfleik og voru með yfirburði," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, eftir 1-2 tap gegn Manchester City í kvöld.

„Mörkin tvö voru slys en þeir sköpuðu meira en við. Þetta var einn hálfleikur fyrir hvort lið."

City voru frábærir í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu í seinni hálfleiknum og City frekar verðskuldaðan 2-1 sigur.

Lokatölur voru 1-2 og City er nálægt sínum fyrsta úrslitaleik frá upphafi.

„Það er erfitt að samþykkja þessi tvö mörk og þetta gerist í undanúrslitum. Þetta er mjög sárt."

„Það er erfitt að útskýra af hverju þeir voru betri í seinni hálfleiknum en við vorum betri í fyrri. Þeir voru agressívari og það var erfitt að eiga við þá. Við sýndum ekki þá orku sem við þurftum á að halda."

Seinni leikurinn fer fram í næstu viku, næsta þriðjudag. „Þú þarft að hafa trú í fótbolta. Þeir eru með forskotið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner