mið 28. apríl 2021 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
"Skot" De Bruyne var bara 0,02 xG
Stórefnilegur leikmaður.
Stórefnilegur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne skoraði jöfnunarmark Manchester City þegar liðið lagði Paris Saint-Germain að velli í Meistaradeildinni í kvöld.

City voru frábærir í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu í seinni hálfleiknum og City frekar verðskuldaðan 2-1 sigur.

Lokatölur voru 1-2 og City er nálægt sínum fyrsta úrslitaleik frá upphafi.

Það var ákveðinn heppnisstimpill yfir marki De Bruyne þar sem Belginn var líklega að reyna að senda boltann inn í teig. Hann rataði hins vegar alla leið í markið. Navas í marki PSG var lengi að átta sig, aðeins of lengi.

ESPN segir frá því á Twitter að þessi tilraun De Bruyne - sem endaði með marki - hafi verið 0,02 xG. Samkvæmt tölfræðinni var því mjög ólíklegt þegar De Bruyne sparkaði í boltann að hann myndi enda í markinu.

Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Þú getur fengið xG á bilinu 0-1 fyrir hvert færi sem þú færð, miðað við hversu líklegt er að þú skorir úr færinu.

Hægt er að sjá mark De Bruyne með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner