Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. apríl 2021 14:15
Elvar Geir Magnússon
Smalling klár í slaginn fyrir endurkomu á Old Trafford
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Mynd: Getty Images
Roma tapaði 3-2 fyrir Cagliari um helgina og situr í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar. Eftir leikinn ákvað Paulo Fonseca, þjálfari Roma, þó að líta á jákvæðu punktana.

Varnarmaðurinn Chris Smalling spilaði að nýju eftir að hafa verið frá í sex vikur vegna meiðsla. Bakvörðurinn Leonardo Spinazzola mætti einnig aftur til leiks eftir meiðsli.

Smalling er því klár í að mæta sínu fyrrum félag, Manchester United, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Smalling yfirgaf United 2019 vegna þess að Ole Gunnar Solskjær færði hann aftar í goggunarröðina. Hann snýr nú aftur á Old Trafford.

Smalling hefur aðeins getað byrjað tólf leiki í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili en liðið hefur fengið að meðaltali 2,08 stig þegar hann spilar samanborið við 1,43 þegar hann er fjarverandi.
Athugasemdir
banner
banner