Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 28. apríl 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Félag Ronaldo upp úr fallsæti
Ronaldo Nazario er eigandi Valladolid.
Ronaldo Nazario er eigandi Valladolid.
Mynd: Getty Images
Athletic 2 - 2 Valladolid
1-0 Jon Morcillo ('14 )
1-1 Fabian Orellana ('70 )
2-1 Raul Garcia ('76 )
2-2 Shon Weissman ('85 )

Það fór fram einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Athletic Bilbao tók á móti Real Valladolid.

Heimamenn í Bilbao tóku forystuna á 14. mínútu þegar Jon Morcillo skoraði. Staðan var 1-0 í hálfleik en fjörið var aðeins meira í seinni hálfleiknum.

Valladolid jafnaði metin þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en á 76. mínútu tók Bilbao aftur forystuna þegar Raul Garcia skoraði. Það mark dugði hins vegar ekki til sigurs því Shon Weissman jafnaði fyrir Valladolid þegar fimm mínútur voru eftir.

Þetta var jafn leikur og jafntefli sanngjörn niðurstaða. Bilbao er í miðjumoði en þetta er flott stig fyrir Valladolid sem er núna komið upp úr fallsæti. Valladolid er í eigu brasilísku goðsagnarinnar Ronaldo Nazario.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner