Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. apríl 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steffen trúði ekki umbanum þegar City vildi fá hann
Mynd: EPA
Markvörðurinn Zack Steffen viðurkennir að hann hafi haldið að umboðsmaður sinn væri að grínast þegar hann fékk að heyra að Manchester City vildi kaupa sig frá Columbus Crew árið 2019.

Hann lýsir reynslu sinni af tímanum hjá City sem óraunverulegri. Steffen er bandarískur markvörður sem á að baki 21 landsleik. Hann er 26 ára gamall og hefur varið mark City í bikarleikjum á leiktíðinni. Hann leysti þá Ederson af í einum leik í kringum áramótin.

„Ég hef stundum þurft að klípa sjálfan mig til að staðfesta að þetta sé raunveruleikinn," sagði Steffen við Soccer Bible.

„Þegar ég heyrði að City hefði áhuga á mér þá fannst mér það óraunverulegt og hélt að umboðsmaðurinn væri að grínast. Það var svo sturluð upplifun þegar ég kom hingað og skoðaði aðstæður og skrifaði undir."

Steffen varði mark City gegn Tottenham í úrslitaleik deildabikarsins á dögunum og hélt hreinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner