Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. apríl 2021 19:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís Jane lagði upp og skoraði: Ég get gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Kristianstad, hefur farið með himinskautum í byrjun tímabils í Svíþjóð.

Hún var besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra þegar Breiðablik varð meistari og í kjölfarið samdi hún við þýska stórliðið Wolfsburg. Hin 19 ára gamla Sveindís var fyrst lánuð til Kristianstad í Svíþjóð.

Kristianstad er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og Sveindís spilað stóra rullu.

Hún skoraði sigurmarkið í fyrsta leiknum og um síðustu helgi lagði hún upp jöfnunarmark og skoraði sigurmark í sigri á Djurgården.

Sveindís lagði upp mark fyrir Mia Carlsson á 50. mínútu með fyrirgjöf frá hægri en það mark jafnaði leikinn í 1-1. Sveindís skoraði svo sjálf á 84. mínútu með laglegri vippu og tryggði sigurinn. Markið kom eftir undirbúning Therese Sessy Asland.

Sveindís er með miklar kröfur á sjálfa sig og var gagnrýnin á sjálfa sig eftir sigurinn hjá Djurgården.

„Ég veit að ég get gert betur, þetta var ekki minn besti leikur," sagði Sveindís eftir að hafa lagt upp og skorað sigurmark. „Núna er þessi leikur búinn og ég verð að gera betur í næsta leik."

Sveindís hefur verið í liði umferðarinnar í Svíþjóð í fyrstu tveimur umferðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner