Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. apríl 2021 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Karólínu: Ég vil leyfa öðrum um að dreyma
Bayern München gæti verið á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn.
Bayern München gæti verið á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern München á möguleika á því að komast í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Liðin, Bayern og Chelsea, mætast í seinni leik sínum í undanúrslitunum í hádeginu á sunnudag. Leikurinn fer fram í London en fyrri leikurinn í Þýskalandi endaði 2-1 fyrir Bayern.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á meðal leikmanna Bayern en hún var allan tímann á varamannabekknum í fyrri leiknum. Hún gæti komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi.

„Ég vil leyfa öðrum um að dreyma. Ég vil undirbúa mig vel ásamt liðinu mínu," sagði Jens Scheuer, þjálfari Bayern, í aðdraganda leiksins.

Sydney Lohmann, sem skoraði í fyrri leiknum, segir: „Virðingin fyrir mótherjanum er of mikil til að missa einbeitinguna. Chelsea þarf að skora og þær eru með gæðin til þess. Þær eru með bestu leikmenn í heimi, sérstaklega sóknarlega."

Chelsea er meðal annars með Fran Kirby, Pernille Harder og Sam Kerr í sínu liði.

Scheuer segir að Bayern muni ekki fara í seinni leikinn til að halda leiknum í 0-0, liðið muni sækja til að skora mörk.

Ef Bayern kemst í úrslitaleikinn þá verður það annað árið í röð þar sem Íslendingafélag kemst í úrslitin. Í fyrra fór Lyon alla leið í keppninni með Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs. Sara skoraði í úrslitaleiknum sem Lyon vann 3-1.

Hægt er að lesa viðtal við Karólínu með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner