mið 28. apríl 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Voru að spila 5-4-1, og voru hrikalega slakir, andlausir og getulausir"
Verða Skagamenn í vandræðum í sumar?
Verða Skagamenn í vandræðum í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er sögulína sumarsins hjá Skagamönnum; hverjir passa í skóna hjá þessum mönnum?" sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net um síðustu helgi.

ÍA hefur misst þrjá lykilmenn frá síðustu leiktíð. Bjarki Steinn Bjarkason fór til Ítalíu, Stefán Teitur Þórðarson til Danmerkur og Tryggvi Hrafn Haraldsson til Vals.

Skagamönnum er spáð falli í spá Fótbolta.net.

„Þeir hafa ekki litið vel út. Þeir voru komnir í fimm manna í 75 mínútna æfingaleiknum gegn KR, fimm manna vörn. Þeir voru að spila 5-4-1, og voru hrikalega slakir, andlausir og getulausir. Útsendarinn okkar á þessum leik segir þetta. Ég er búinn að tala við þrjá sem voru á þessum leik og þeir voru í sjokki með Skagaliðið," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum síðasta laugardag.

„Þeir skoruðu fullt af mörkum í fyrra og mörkin komu úr mörgum áttum, sérstaklega frá tveimur leikmönnum sem eru farnir. Í dag er sagan önnur. Ég held að þeir séu komin á vagninn með fleiri liðum í deildinni sem vantar alvöru senter," sagði fótboltaþjálfarinn Úlfur Blandon.

Það hefur verið fjallað um það að fjárhagsstaða ÍA sé orðin mjög góð og var því kastað upp í þættinum af hverju Skagamenn hafi ekki sótt sér sterkari leikmenn. „Manni fannst kannski vanta smá metnað í að sækja sér leikmenn en auðvitað er markaðurinn erfiður, það er mjög erfitt að finna sér góðan senter og góðan hafsent. Það eru ákveðin vandamál í að sækja sér leikmenn," sagði Úlfur.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í útvarpsþættinum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Stóri Pepsi Max þátturinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner