Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurvin: Verð vonandi orðinn heill heilsu fyrir fyrsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Reynisson, fyrirliði nýliða Gróttu í Pepsi Max-deildinni, hefur glímt við meiðsli í tæpt ár. Hann er allur að koma til og ræddi um stöðu mála í dag.

„Staðan á mér er góð. Ég er að klára endurhæfinguna eftir aðgerð á hné, reikna með að vera byrjaður að æfa á fullu í næstu viku," sagði Sigurvin við Fótbolta.net í dag.

Eins og segir hér að ofan þá er tæpt ár síðan að Sigurvin meiddist. Hvenær meiðist hann og hvers háttar eru meiðslin?

„Það rifnar hjá mér liðþófinn á miðju síðasta tímabili en ég næ að tjasla mér saman og klára síðustu leikina. Ég fer svo í aðgerð beint eftir tímabil og þá hófst langt endurhæfingaferli. Ég finn síðan eftir hlaupin í samkomubanninu að það er enn eitthvað að plaga mig í hnénu og fer því aftur í aðgerð sem ég er að klára að jafna mig á núna."

Telur Sigurvin að hann gæti tekið þátt í eða jafnvel byrjað fyrsta leik í deildinni? Grótta mætir Breiðablik sunnudaginn 14. júlí.

„Ég er nú bara að klára endurhæfinguna og vona að ég verði allavega orðinn heill heilsu fyrir fyrsta leik,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner