Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. maí 2021 21:58
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Fyrsta tap KF - Njarðvík afgreiddi Kára í fyrri hálfleik
Njarðvík vann Kára 2-0
Njarðvík vann Kára 2-0
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Njarðvík vann í kvöld annan leik sinn í 2. deildinni í sumar er liðið lagði Kára að velli, 2-0, er liðin mættust í Akraneshöllinni. Völsungur vann þá KF á Húsavík, 2-1.

Andri Fannar Freysson kom Njarðvíkingum yfir gegn Kára á 22. mínútu og gerði svo Einar Orri Einarsson annað markið ellefu mínútum síðar.

Káramenn náðu ekki að klóra sig til baka og koma boltanum í netið og lokatölur því 2-0. Njarðvík með sex stig eftir fjóra leiki en Kári með aðeins eitt stig.

Völsungur vann þá KF 2-1. Völsungur komst tveimur mörkum yfir í leiknum. Fyrra markið kom undir lok fyrri hálfleiks og svo annað í upphafi þess síðari. Oumar Diouck skoraði fyrir KF þegar það voru fimmtán mínútur eftir en lengra komst liðið ekki.

Völsungur fer upp í annað sæti deildarinnar með 7 stig en KF er enn á toppnu með 9 stig.

Kári 0 - 2 Njarðvík
0-1 Andri Fannar Freysson ('22 )
0-2 Einar Orri Einarsson ('33 )

Völsungur 2 - 1 KF
1-0 Markaskorara vantar ('43 )
2-0 Markaskorara vantar ('47 )
2-1 Oumar Diouck ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner