banner
   fös 28. maí 2021 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars um Ragga: Það kom eitthvað upp og vonum að það verði í lagi
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, svaraði spurningum á blaðamannafundi KSÍ í kvöld en liðið spilar við Mexíkó aðfaranótt sunnudags.

Það vantar marga lykilmenn í íslenska liðið en Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson eru ekki í hópnum.

Hörður Björgvin Magnússon er þá meiddur og þá ákváðu þeir Viðar Örn Kjartansson, Arnór Ingvi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson að draga sig út úr hópnum.

Ragnar þurfti þá að gera slíkt hið sama í gær af persónulegum ástæðum.

„Rétt eftir að við töluðum saman seinni partinn í gær þá kom Raggi til mín og tilkynnti okkur að hann þyrfti að yfirgefa hópinn, þetta var eitthvað tilfallandi í fjölskyldunni. Þetta voru persónulegar ástæður og ég held að menn hoppi ekkert frá Dallas nema það sé eitthvað sem þarf virkilega að taka á heima hjá sér," sagði Arnar.

„Þetta er leiðinlegt og við vildum gjarnan hafa Ragga með okkur og eins og ég sagði við ykkur í gær. Það var ætlunin að hafa hann hjá okkur og sjá hversu langt við kæmumst með hann og láta hann spila eitthvað í leik tvö og þrjú en því miður kom eitthvað upp og vonum að það verði í lagi fyrir Ragga."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner