Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. maí 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Buffon á leið aftur til Parma?
Gigi Buffon gæti farið aftur til Parma
Gigi Buffon gæti farið aftur til Parma
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon gæti verið á heimleið eftir tuttugu ára fjarveru en Parma hefur sett sig í samband við leikmanninn samkvæmt ítölsku miðlunum.

Buffon, sem er talinn einn besti markvörður allra tíma, hóf ferilinn hjá Parma og spilaði 220 leiki fyrir félagið á sex árum áður en hann var seldur til Juventus fyrir metfé árið 2001.

Hann spilaði í sautján ár hjá Juventus en fór á vit ævintýranna árið 2018 og samdi við Paris Saint-Germain í eitt ár. Eftir það snéri hann aftur til Juventus en hann fer frá félaginu í sumar.

Buffon hefur þegar tilkynnt að hann muni aðeins spila fyrir tvö félög á Ítalíu, Juventus og Parma, en það síðarnefnda hefur sett sig í samband við hann.

Parma vill að Buffon hjálpi liðinu að komast aftur upp í Seríu A en liðið féll úr deildinni á þessu tímabili og er nú Enzo Maresca tekinn við liðinu eftir að hafa þjálfað yngri lið Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner