fös 28. maí 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini að framlengja við Juve - Donnarumma til Barca?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í knattspyrnuheiminum þessa dagana enda styttist í opnun félagaskiptagluggans og undirbúning fyrir nýtt tímabil.

Fabrizio Romano er alltaf með puttann á púlsinum og greinir frá ýmsum áhugaverðum fregnum.

Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini verður áfram hjá Juventus. Hann er að skrifa undir eins árs framlengingu að beiðni Massimiliano Allegri sem er nýtekinn aftur við Juve.

Búist var að Chiellini myndi yfirgefa Juve á frjálsri sölu í sumar en svo verður ekki.

Þá hefur ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola verið í viðræðum við Barcelona. Spænska félagið hefur áhuga á Gianluigi Donnarumma, ítalska markverðinum sem verður falur á frjálsri sölu í sumar.

Ólíklegt er þó að Donnarumma fari til Barca í ljósi þess að Marc-Andre ter Stegen er öruggur með sæti sitt á milli stanganna.

Að lokum skoðar Romano spænska boltann, þar sem meistararnir í Atletico Madrid munu leyfa lánsmönnunum Lucas Torreira og Moussa Dembele að halda aftur heim.

Diego Simeone vill gæðameiri leikmenn til að fylla í eyðurnar í hópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner