Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 28. maí 2021 10:34
Elvar Geir Magnússon
Dæmt í máli Giggs í janúar - Sakaður um heimilisofbeldi
Giggs mun fara fyrir framan rétt í janúar.
Giggs mun fara fyrir framan rétt í janúar.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United og landsliðsþjálfari Wales, mun fara fyrir framan rétt í janúar á næsta ári en hann er sakaður um að hafa þvingað fyrrum kærustu sína og beitt hana ofbeldi.

Giggs, sem er 47 ára, er sakaður um að hafa ráðist á Kate Greville, 36 ára, og beitt hana líkamlegu ofbeldi á heimili sínu í Manchester þann 1. nóvember á síðasta ári.

Þá er hann sakaður um þvingandi hegðun frá desember 2017 til nóvember 2020.

Giggs mætti í stutta yfirheyrslu í morgun þar sem dagsetning var ákveðin fyrir réttarhöld.

Giggs heldur fram sakleysi sínu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki geta beðið eftir að hreinsa nafn sitt.

Knattspyrnusamband Wales tilkynnti að Robert Page, bráðabirgðastjóri Wales, muni stýra landsliðinu á EM alls staðar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner