Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. maí 2021 13:33
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund er að kaupa Gregor Kobel
Mynd: EPA
Borussia Dortmund er svo gott sem búið að kaupa svissneska markvörðinn Gregor Kobel frá Stuttgart.

Hinn 23 ára Kobel á 22 leiki að baki fyrir yngri landslið Sviss og hefur gert frábæra hluti á milli stanga Stuttgart undanfarin tvö tímabil.

Kobel mun berjast við samlanda sína Roman Bürki og Marwin Hitz um byrjunarliðssæti en Bürki meiddist í tvígang á tímabilinu og varði Hitz markið í hans fjarveru.

Bürki og Hitz eru báðir komnir yfir þrítugsaldurinn og gæti Kobel því orðið framtíðarmarkvörður Dortmund.

Þýskir fjölmiðlar eru sammála um að kaupin séu að ganga í gegn og verði staðfest um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner