Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. maí 2021 10:53
Elvar Geir Magnússon
Enskar boltabullur í slagsmálum þegar börunum var lokað
Það voru læti í Porto í gærkvöldi.
Það voru læti í Porto í gærkvöldi.
Mynd: Skjáskot/Youtube
Enskar fótboltabullur lentu í átökum við portúgalska lögreglu í gærkvöldi þegar börum í Porto var lokað klukkan 22:30.

Hundruðir stuðningsmanna Manchester City og Chelsea eru í borginni enda mætast liðin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Margir gerðu sér ekki grein fyrir því að samkomutakmarkanir í landinu vegna Covid-19 gera það að verkum að öllum veitingastöðum verður að loka klukkan 22:30.

Margir voru ekki tilbúnir að hætta leik þegar lögreglan skipaði fólki að yfirgefa barina. Einn stuðningsmaður Chelsea var leiddur í burtu útataður í blóði.

Stuðningsmenn beggja liða höfðu skemmt sér saman yfir kvöldið og sameinuðust í söngnum “Who the fuck are Man United?”.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner