fös 28. maí 2021 15:40
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Strákarnir eru stressaðir og það er eðlilegt
Guardiola á Drekavöllum.
Guardiola á Drekavöllum.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld, laugardagskvöld klukkan 19:00, er komið að úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, enskum úrslitaleik Manchester City og Chelsea sem fram fer á Drekavöllum í Portúgal.

Pep Guardiola mætti og skoðaði keppnisvöllinn í dag áður en hann spjallaði við fjölmiðla.

„Ég veit nákvæmlega hvernig við viljum spila í þessum úrslitaleik. Það eru algjör forréttindi að vera hérna. Þegar ég hóf feril minn þá bjóst ég ekki við því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar og nú er annar á leiðinni," segir Guardiola.

„Strákarnir eru stressaðir og taugaveiklaðir. Ég segi þeim bara að takast á við það, þessar tilfinningar eru eðlilegar."

Pep segist vorkenna þeim leikmönnum sem ekki fá að koma við sögu í úrslitaleiknum.

„Það er alveg hrikalegt. Ég ráðlegg engum að verða knattspyrnustjóri. Ég segi öllum að þeir séu hluti af hópnum, það verða fimm til sex skiptingar og allir hafa sitt hlutverk. Ég vel það lið sem ég tel líklegast til að vinna leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner