Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 28. maí 2021 18:15
Brynjar Ingi Erluson
James Rodriguez ekki með Kólumbíu í Copa America
James Rodriguez verður ekki með Kólumbíu
James Rodriguez verður ekki með Kólumbíu
Mynd: Getty Images
James Rodriguez, leikmaður Everton á Englandi, verður ekki með kólumbíska landsliðinu í Copa America, Suður-Ameríku keppninni í fótbolta.

Tímabilinu er lokið á Englandi en þetta var fyrsta leiktíð James með Everton og gerði hann afar góða hluti með liðinu.

Hann átti þó í erfiðleikum með meiðsli og missti meðal annars af fimm af síðustu sex leikjum liðsins í deildinni.

Það er nú ljóst að hann verður ekki með Kólumbíu í Copa America og missir þá einnig af leikjum liðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins en hann er ekki leikfær samkvæmt lækni kólumbíska landsliðsins.

Þetta er blóðtaka fyrir Kólumbíu en James hefur verið mikilvægur hlekkur undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner