Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. maí 2021 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Laporte gæti yfirgefið Man City í sumar
Aymeric Laporte
Aymeric Laporte
Mynd: EPA
Spænski landsliðsmaðurinn Aymeric Laporte gæti yfirgefið Manchester City í sumar en hann gefur það sterklega til kynna í viðtali við Independent.

Laporte, sem er 27 ára gamall, átti ekki fast sæti í byrjunarliði City á þessari leiktíð en hann spilaði einungis sextán deildarleiki.

Ruben Dias og John Stones eru framar í goggunarröðinni og gæti það haft áhrif á framtíð Laporte hjá félaginu.

Hann er á leið á EM með spænska landsliðinu eftir að hafa fengið leyfi frá FIFA en hann spilaði með yngri landsliðum Frakklands og var þá í hóp hjá aðalliði franska landsliðsins en spilaði ekki leik.

„Þegar þú spurðir mig síðast þá var ég að spila meira eða ég veit það ekki alveg. Staðan er önnur núna. Ég vil ekki segja neitt hér því þetta er persónulegt," sagði Laporte við Independent.
Athugasemdir
banner
banner
banner