Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. maí 2021 11:07
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool búið að kaupa Konate - Í viðræðum við Fabinho
Mynd: EPA
Fréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano heldur því fram að fyrrum Englandsmeistarar Liverpool séu búnir að ganga frá kaupum á varnarmanninum öfluga Ibrahima Konate.

Konate kemur frá RB Leipzig og er talinn kosta Liverpool í kringum 40 milljónir evra. Hann er 22 ára miðvörður sem hefur leikið tæpa 100 keppnisleiki á þremur og hálfu ári hjá RB Leipzig.

Romano segir að Liverpool hafi virkjað söluákvæði í samningi Konate og að varnarmaðurinn sé búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir samning.

Konate skrifar undir fimm ára samning við Liverpool og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður um helgina.

Liverpool er einnig í samningsviðræðum við brasilíska miðjumanninn Fabinho sem hefur verið frábær á tímabilinu og á tvö ár eftir af samningi sínum. Fabinho hefur spilað stærstan hluta tímabilsins sem miðvörður vegna ótrúlegs magns meiðsla hjá varnarmönnum félagsins.

Konate mun berjast við Joe Gomez, Joel Matip og Virgil van Dijk um byrjunarliðssæti en menn á borð við Nathaniel Phillips, Rhys Williams og Neco Williams hafa fengið spiltíma í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner