Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. maí 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi í viðræðum - Alaba og Aguero kynntir eftir helgi
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona, var spurður út í framtíð Lionel Messi á fréttamannafundi í morgun.

Messi verður samningslaus eftir mánuð og vilja tvö af stærstu liðum Evrópu fá hann í sínar raðir - Manchester City og Paris Saint-Germain.

„Við erum í samningsviðræðum en það er ekki búið að skrifa undir neitt. Leo vill vera áfram hjá Barcelona, hann elskar félagið," sagði Laporta.

„Leo er spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi hérna og ég er þokkalega bjartsýnn að hann skrifi undir."

Laporta var svo spurður hvort Xavi gæti tekið við og hversu langt er í að David Alaba, Sergio Agüero og Georginio Wijnaldum verði kynntir sem nýir leikmenn Barca.

„Við berum mikla virðingu til Koeman og hann er samningsbundinn félaginu. Við munum ræða framtíð hans í næstu viku. Við munum líka kynna nýja leikmenn í næstu viku."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner